Viðskipti innlent

Alterna safnar gömlum farsímum til styrktar SLF

Þeir farsímar sem eru að mestu leyti heilir er hægt að laga og nota aftur. Í GSM símum er einnig að finna margvísleg verðmæt efni sem hægt er að nota við framleiðslu á öðrum búnaði.
Þeir farsímar sem eru að mestu leyti heilir er hægt að laga og nota aftur. Í GSM símum er einnig að finna margvísleg verðmæt efni sem hægt er að nota við framleiðslu á öðrum búnaði.
Farsímafélagið Alterna hvetur GSM notendur að gefa gömlum og ónýtum GSM símunum framhaldslíf og koma með þá til félagsins í endurnýtingu. Ágóði af GSM söfnuninni mun renna til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF).

Í tilkynningu segir að Græn framtíð mun annast flutning á símunum fyrir Alterna til vottaðra endurnýtingarfyrirtækja víða um heim. Markmiðið með samstarfinu er að efla umhverfisvitund og stuðla að almennri endurnýtingu og endurvinnslu á farsímum hér á landi.

"Þeir farsímar sem eru að mestu leyti heilir er hægt að laga og nota aftur. Í GSM símum er einnig að finna margvísleg verðmæt efni sem hægt er að nota við framleiðslu á öðrum búnaði. Einnig er í símunum spilliefni, svo sem blý og arsenik. Þessi efni valda engum skaða þegar farsíminn er í notkun en þau geta valdið skaða á umhverfinu ef gömlum og ónýtum farsíma er hent út í umhverfið og hann ekki endurnýttur með réttum hætti," segir Bjartmar Alexandersson hjá Grænni framtíð.

„Alterna leggur áherslu á að draga úr því magni rafeindabúnaðar sem endar á sorphaugum og efla umhverfisvæna starfshætti," segir Þorsteinn Baldur Friðriksson markaðsstjóri Alterna. „Þess vegna hvetjum við GSM notendur að koma með gamla farsíma til okkar í endurnýtingu og leggja um leið góðu málefni lið."

Hægt er að skila inn gömlum GSM símum hjá Alterna að Borgartúni 28 í Reykjavík.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×