Handbolti

Marcus Ahlm framlengdi við Kiel

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ahlm brýst framhjá Róbert Gunnarssyni.
Ahlm brýst framhjá Róbert Gunnarssyni. Nordicphotos/Getty Images
Marcus Ahlm verður áfram hjá Kiel en fyrirliði félagsins framlengdi samning sinn í gær. Þessi magnaði Svíi er nú samningsbundinn félaginu til 2012.

„Marcus er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Sem fyrirliði er hann fordæmi fyrir aðra leikmenn innan sem utan vallar," sagði Uli Derad, forseti Kiel.

„Ég get enn bætt mig og náð lengra. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Kiel og ég er í skýjunum með að framlengja samninginn," sagði Ahlm sjálfur. Hann hefur verið hjá Kiel frá 2003 en hann verður 32 ára gamall í sumar.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×