Efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér 6. maí 2010 04:00 Seðlabankinn er sterkari en markaðurinn telur hann vera, að sögn Más Guðmundssonar. Stefnt er að afnámi gjaldeyrishafta á seinni hluta árs. Fréttablaðið/Anton Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxtaálag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjármarkaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýrivextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal annars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krónunnar endaði í gær í 223,8 stigum og kostaði ein evra 166 krónur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um einn ársfjórðung. Töfin skrifast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt innlendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stóriðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víðtækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahagslífið taki við sér dragi úr atvinnuleysi. Seðlabankinn spáir 9,5 prósenta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxtaálag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjármarkaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýrivextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal annars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krónunnar endaði í gær í 223,8 stigum og kostaði ein evra 166 krónur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um einn ársfjórðung. Töfin skrifast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt innlendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stóriðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víðtækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahagslífið taki við sér dragi úr atvinnuleysi. Seðlabankinn spáir 9,5 prósenta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent