Efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér 6. maí 2010 04:00 Seðlabankinn er sterkari en markaðurinn telur hann vera, að sögn Más Guðmundssonar. Stefnt er að afnámi gjaldeyrishafta á seinni hluta árs. Fréttablaðið/Anton Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxtaálag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjármarkaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýrivextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal annars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krónunnar endaði í gær í 223,8 stigum og kostaði ein evra 166 krónur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um einn ársfjórðung. Töfin skrifast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt innlendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stóriðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víðtækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahagslífið taki við sér dragi úr atvinnuleysi. Seðlabankinn spáir 9,5 prósenta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxtaálag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjármarkaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýrivextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal annars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krónunnar endaði í gær í 223,8 stigum og kostaði ein evra 166 krónur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um einn ársfjórðung. Töfin skrifast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt innlendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stóriðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víðtækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahagslífið taki við sér dragi úr atvinnuleysi. Seðlabankinn spáir 9,5 prósenta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira