Innlent

Heimilisofbeldi: Konur gerendur í fjórðungi mála

Karlar voru í 76% tilvika gerendur og konur 24%, samkvæmt skýrslunni.
Karlar voru í 76% tilvika gerendur og konur 24%, samkvæmt skýrslunni.
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við gerð viðamikillar rannsóknarskýrslu á heimilisofbeldi. Unnið var með samtals 993 mál sem töldust annaðhvort ofbeldi eða ágreiningur milli skyldra eða tengdra og voru tilkynnt til lögreglu á áranum 2006-2007.

Í henni kemur fram að í flestum tilvikum voru ofbeldis- eða ágreiningsmál milli skyldra og tengdra skráð á höfuðborgarsvæðinu eða 76% ofbeldismála og 81% ágreiningsmála. 92% tilvika áttu sér stað á heimili eða einkalóð. Tilkynningarnar dreifast nokkuð jafnt yfir árið en flest tilvik eru tilkynnt um helgar eða 47%.

Gerendur voru 787 talsins og komu við sögu í 950 tilvikum. Karlar voru í 76% tilvika gerendur og konur 24%. Meðalaldur gerenda var 35 ár. Þegar önnur brot gerenda voru skoðuð kom í ljós að 715 þeirra höfðu verið kærðir fyrir önnur brot en heimilsofbeldi á árunum 2000 til 2007, flestir fyrir umferðalagabrot.

Forsaga var þekkt í um helmingi tilvika. Þegar þau tilvik voru skoðuð kom í ljós að í um 30% tilvika var heimilisofbeldi rakið til skilnaðar eða sambandsslita. Áfengis- eða vímuefnaneysla var hluti af forsögu rúmlega 18% ofbeldismála og 12% ágreiningsmála.

Rannsóknina gerðu þær Guðbjörg S. Bergsdóttir, félagsfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra og Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að lesa skýrsluna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×