Viðskipti innlent

Smáragarður endurfjármagnaði tíu milljarða afborgun

Jón Helgi Guðmundsson
Jón Helgi Guðmundsson

Smáragarður, fasteignafélag Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, stóð frammi fyrir því að þurfa að greiða tíu milljarða í afborganir af lánum á þessu ári. Félaginu hefur tekist að endurfjármagna þá afborgun með langtímalánum. Fyrirtækið á 138 þúsund fermetra af verslunarhúsnæði, en stór hluti þess er veðsettur Arion banka.

Smáragarður heldur utan um fasteignir Norvk-stamsteypunnar, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fyrirtækið á fasteignir verslana eins og Byko, Krónunnar, Intersport og Elko. Nú er svo komið að Smáragarður á fasteignir sem samtals nema 138 þúsund fermetrum, en meðan góðærið stóð sem hæst árin 2005-2008 byggði fyrirtækið alls 60 þúsund fermetra í nýjum fasteignum.

Samkvæmt lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 skuldaði fyrirtækið bankanum 120 milljónir evra, eða yfir tuttugu milljarða króna á núvirði en bankinn hefur fjármagnað mikið af nýjum framkvæmdum samsteypunnar á liðnum árum.

Samkvæmt ársreikningi Smáragarðs fyrir árið 2008 þarf fyrirtækið að standa straum af afborgunum lána upp á 9,7 milljarða króna síðar á þessu ári. Lánin sem eru hjá Arion banka, eru tryggð með veðum í fasteignum samsteypunnar. Að sögn Hauks Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Smáragarðs, hefur fyrirtækið endurfjármagnað lánin að fullu með nýjum lánveitingum.




































Fleiri fréttir

Sjá meira


×