Viðskipti innlent

Nær þúsund beiðnir um nauðungarsölur á fasteignum

Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá sýslumanninum í Reykjavík í ár voru orðnar 968 í lok júní.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins. Þar segir að í lok júní 2010 höfðu 127 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu, þar af var helmingurinn eða 63 í júnímánuði.

Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík, flestar voru þær í september eða 38 talsins.

Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru árið 2009 2.504, flestar voru þær í október eða 384 talsins. Í júnílok í fyrra voru beiðnirnar orðnar 1125 talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×