Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Strætó bs fundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, verður formaður nýrrar stjórnar Strætó bs. Stjórnin kom saman í dag og skipti með sér verkum.

Aðrir í stjórn eru Kjartan Örn Sigurðsson frá Álftanesi, Stefán Snær Konráðsson frá Garðabæ, Hjálmar Hjálmarsson frá Kópavogi, Hafsteinn Pálsson frá Mosfellsbæ, Einar Örn Benediktsson frá Reykjavík og Sigrún Edda Jónsdóttir frá Seltjarnarnesbæ.

Upphaflega stóð til að Gunnar Lárus Hjálmarsson yrði formaður Strætó bs. en af því gat ekki orðið vegna þess að reglugerð gerir ráð fyrir að formaðurinn sé kjörinn aðalmaður í sveitastjórn. Það þurfti því að finna annan stjórnarformann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×