Viðskipti innlent

Breskt verðbólguskot hefur ekki áhrif á Icesave skuldbindingar

Kjartan Kjartansson skrifar
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Aukin verðbólga á Bretlandi nú hefur ekki áhrif á Icesave-skuldbindingar Íslands. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðabanka Íslands.

Verðbólga á Bretlandi mældist 3,5% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Vextirnir á Icesave-skuldinni eru 5,5% en 3,5% verðbólga á Bretlandi þýddi að raunvextirnir sem Ísland kæmi til með að borga væru 2%.

Þórarinn segir að verðbólgustig á Bretlandi nú hafi engin áhrif á Icesave-skuldbindingar Íslands enda taki þær ekki gildi fyrr en eftir sjö ár. „Við verðum að horfa á verðbólguþróun yfir allt tímabilið. Þessi mæling nú hefur engin áhrif ein og sér. Verðbólgumarkmið Englandsbanka er 2% og það er eðlilegt að miða við að verðbólga í Bretlandi sé nálægt því. Bankastjórinn þar hefur sagt að hún hjaðni bráðlega aftur. Það væri aðeins ef verðbólgan yrði viðverandi næstu ár sem hún gæti haft áhrif á vaxtagreiðslur á Icesave," segir Þórarinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×