AGS samþykkti þriðju endurskoðun áætlunar fyrir Ísland 29. september 2010 16:36 Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins á fundi sínum í Washington í dag, 29. september. Þar með stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að fjárhæð um 19 milljarðar króna. Auk þess er gert ráð fyrir lánafyrirgreiðslu frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum í tengslum við endurskoðunina. Sagt er frá þessu á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að við endurskoðunina sendu íslensk stjórnvöld sjóðnum nýja viljayfirlýsingu (e. Letter of Intent) sem lýsir efnahagsstefnu Íslands. Í henni kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009. Atvinnuleysi hefur að líkindum náð hámarki, verðbólga fer ört lækkandi og hagvöxtur verður aftur jákvæður á seinni hluta árs 2010, samkvæmt spám. Þrátt fyrir nokkuð háa skuldastöðu hins opinbera, er hún metin viðráðanleg. Spáð er lækkun á halla ríkissjóðs úr 14% af vergri landsframleiðslu um mitt ár 2009 í 9% árið 2010. Skuldatryggingarálag ríkisins hefur jafnframt lækkað niður í um 300 punkta. Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar byggir á fjórum meginþáttum. Í fyrsta lagi er unnið að því að byggja upp traust fjármálakerfi sem getur sinnt þörfum heimila og fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að tryggja fjárhagslega stöðu ríkissjóðs og hins opinbera og leika þar fjárlög haustsins lykilhlutverk. Í þriðja lagi verður að taka frekari skref til afnáms gjaldeyrishafta og móta peningastefnu til frambúðar. Í fjórða lagi þarf að tryggja aðlögun skulda heimila og fyrirtækja, með virkri þátttöku lánastofnana. Nýfallinn dómur Hæstaréttar og fyrirhuguð lagasetning vegna gengisbundinna lána munu tryggja sanngjarna niðurstöðu í málinu og flýta fyrir endurskipulagningu skulda. Markmið efnahagsstefnunnar er að leggja grunninn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til framtíðar. „Samþykktin í dag er mjög mikilvæg traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf og viðurkenning á því að okkur hafi tekist að ná þeim árangri sem að hefur verið stefnt," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Það er fagnaðarefni að samþykktin hafi gengið hratt fram og við hlökkum til að takast á við þau brýnu verkefni sem næst eru á dagskrá og hafa verið skilgreind í hnökralausu samstarfi við sérfræðinga sjóðsins. Markmið okkar er enn sem fyrr að í lok samstarfstímabilsins hafi verið unnið úr afleiðingum bankahrunsins og lagður traustur grunnur fyrir stöðugan og sjálfbæran hagvöxt til lengri tíma." Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins á fundi sínum í Washington í dag, 29. september. Þar með stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að fjárhæð um 19 milljarðar króna. Auk þess er gert ráð fyrir lánafyrirgreiðslu frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum í tengslum við endurskoðunina. Sagt er frá þessu á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að við endurskoðunina sendu íslensk stjórnvöld sjóðnum nýja viljayfirlýsingu (e. Letter of Intent) sem lýsir efnahagsstefnu Íslands. Í henni kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009. Atvinnuleysi hefur að líkindum náð hámarki, verðbólga fer ört lækkandi og hagvöxtur verður aftur jákvæður á seinni hluta árs 2010, samkvæmt spám. Þrátt fyrir nokkuð háa skuldastöðu hins opinbera, er hún metin viðráðanleg. Spáð er lækkun á halla ríkissjóðs úr 14% af vergri landsframleiðslu um mitt ár 2009 í 9% árið 2010. Skuldatryggingarálag ríkisins hefur jafnframt lækkað niður í um 300 punkta. Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar byggir á fjórum meginþáttum. Í fyrsta lagi er unnið að því að byggja upp traust fjármálakerfi sem getur sinnt þörfum heimila og fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að tryggja fjárhagslega stöðu ríkissjóðs og hins opinbera og leika þar fjárlög haustsins lykilhlutverk. Í þriðja lagi verður að taka frekari skref til afnáms gjaldeyrishafta og móta peningastefnu til frambúðar. Í fjórða lagi þarf að tryggja aðlögun skulda heimila og fyrirtækja, með virkri þátttöku lánastofnana. Nýfallinn dómur Hæstaréttar og fyrirhuguð lagasetning vegna gengisbundinna lána munu tryggja sanngjarna niðurstöðu í málinu og flýta fyrir endurskipulagningu skulda. Markmið efnahagsstefnunnar er að leggja grunninn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til framtíðar. „Samþykktin í dag er mjög mikilvæg traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf og viðurkenning á því að okkur hafi tekist að ná þeim árangri sem að hefur verið stefnt," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Það er fagnaðarefni að samþykktin hafi gengið hratt fram og við hlökkum til að takast á við þau brýnu verkefni sem næst eru á dagskrá og hafa verið skilgreind í hnökralausu samstarfi við sérfræðinga sjóðsins. Markmið okkar er enn sem fyrr að í lok samstarfstímabilsins hafi verið unnið úr afleiðingum bankahrunsins og lagður traustur grunnur fyrir stöðugan og sjálfbæran hagvöxt til lengri tíma."
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira