Viðskipti innlent

Black fundaði með sérstökum saksóknara og FME

Black segir það vera skólabókadæmi um fjársvik sem lagði íslensku bankana að velli.
Black segir það vera skólabókadæmi um fjársvik sem lagði íslensku bankana að velli.
William K. Black, lögfræðingur og fyrrum fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkjunum hefur átt fundi með bæði Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara og Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins (FME).

Umræðuefnið á fundunum var bankahrunið á Íslandi, eftirköst þess og rannsóknir sem eru í gangi. Segir Black að fundirnir hafi verið góðir og upplýsandi. Black hélt erindi í dag í Öskju í Háskóla Íslands.

Black segir það vera skólabókadæmi um fjársvik sem lagði íslensku bankana að velli. Þetta kom m.a. fram í viðtali við hann í Silfri Egils um síðustu helgi. Hann segist hafa skoðað enskan úrdrátt skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þar hafi hann beinlínis séð skólabókardæmi um bókhaldssvik. Hann sagði að svindlið hefði fjóra einkennandi þætti og þeir væru allir hrópandi augljósir í tilfelli bankanna þriggja sem hrundu í september-október 2008 á Íslandi.

Skilyrðin eru meðal annars þau að bankarnir vaxa gríðarlega á stuttum tíma. Þeir lána yfirgengilega háar upphæðir fyrir léleg veð. Og þeir leggja ekkert í varasjóði. „Þetta er Ponzi svindl," sagði Black við Egil.

Hann segir að auki að svindlið sé í raun einfalt. Bankarnir láni til að mynda öðrum peninga til þess að kaupa hlutabréf í sér sjálfum. Það séu ekki eðlileg viðskipti. Væri slíkt eðlilegt þá gætu bankar orðið risastórir á svipstundu. Í raun hafi verið um sýndarhagnað að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×