Erlent

Stormurinn Bonnie stöðvar aðgerðir á Mexíkóflóa

Öllum starfsmönnum BP olíufélagsins sem vinna við að stöðva lekann úr holunni sem lekur í Mexíkóflóa hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.

Hitabeltisstormurinn Bonnie er á leið til Mexíkíoflóa og búist er við að hann nái þangað um helgina.

Bonnie er nú að sækja í sig veðrið við Bahamaeyjar og búist er við að hann nái strönd Flórída á morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna er vindhraðinn í Bonnie kominn upp í 65 km á klukkustund en ekki er búist við að hann nái fellibylsstyrk á leið sinni yfir Mexíkóflóann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×