Viðskipti innlent

Talið að eignir Landsbankans dugi fyrir 89% forgangskrafna

Búist er við að eignir Landsbanka Íslands dugi fyrir 89 prósent forgangskrafna, þ.á.m krafna vegna Icesave, en nýtt verðmat á eignum Landsbankans verður kynnt fyrir kröfuhöfum á fundi klukkan níu í fyrramálið.

Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar bankans, segir að þetta sýni að áætlanir skilanefndarinnar haldi og að eignasafnið hafi ekki súrnað, eins og hann orðaði það, frá síðasta verðmati.

Ef að skilanefndinni tekst að ljúka samningum sem verið er að gera við skiptastjóra þrotabús Landsbankans í Lúxemborg og Seðlabanka Lúxemborgar þá hækkar hlutfallið og fer yfir 90 prósent, samkvæmt heimildum fréttastofu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×