Icesave og ríkisábyrgð 16. febrúar 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar