Umfjöllun: Grindjánar skotnir í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 29. mars 2010 19:39 Það var ekkert gefið eftir í Hólminum í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira