Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar skrifar 30. júní 2010 06:00 Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980. Sem formaður STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi, hefur mér hlotnast sú ánægja að kynnast Vigdísi örlítið betur, enda var hún frönskukennari áður en hún sinnti þeim störfum sem hún hefur síðan verið þekktust fyrir. Þessi kynni hafa leitt huga minn að þeirri gæfu sem kosning hennar veitti íslenskri þjóð enda er Vigdís sístarfandi í þágu almannaheilla innanlands og erlendis, þótt hún hafi fyrir löngu látið formlega af embætti forseta Íslands. Fyrir skemmstu var haldin hér á landi alþjóðleg námstefna tungumálakennara á vegum STÍL, og var Vigdís bæði verndari námstefnunnar og virkur þátttakandi. Þar eins og annars staðar vakti Vigdís aðdáun nærstaddra, enda alþýðleg, síkvik og virk, með brennandi áhuga á málefninu. Tungumálin eru einmitt meðal þeirra málefna sem Vigdís hefur talað fyrir alla tíð, og slær hún ekki slöku við nú þótt hún hafi fagnað virðulegu afmæli nýlega. Hún er meðal annars velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur ötullega að skilningi og umburðarlyndi milli menningarheima. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum er nú til húsa í nokkrum herbergjum í Gimli, hugvísindahúsi á háskólalóðinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum dreymir Vigdísi um sérstakt hús fyrir stofnunina, sem myndi hýsa alþjóðlega miðstöð tungumála. Þarna liggi vannýtt sóknarfæri fyrir þjóðina og hún er sannfærð um að þetta verði svo spennandi að það verði eitt af aðdráttarefnunum fyrir Ísland. Í nýlegu viðtali í Málfríði, tímariti samtaka tungumálakennara, lýsir Vigdís tungumálamiðstöðinni nánar: Hún sér fyrir sér miðstöð sem myndi þjóna jafnt fræðimennsku og almenningi:þar sem gæti að líta sýningu á því hvernig heiminum er margskipt eftir að drottinn skipti heiminum í Babelturninum. Það er kjörið að hafa þetta á Íslandi af því að Ísland er stikla milli heimsálfa og liggur mitt úti í Atlantshafi. Og hér er talað elsta tungumál í Evrópu. Kærleikur okkar til eigin tungu birtist í því hvernig við varðveitum íslenskuna af höfðingsbrag, þar liggur gullþráðurinn í okkur sjálfum. Hin tungumálin eru tæki okkar til að tengjast heiminum. Sama hvaða tungumál við lærum þá tengjumst við öðrum menningarheimum, talandi fólki á öðrum svæðum.Það er búið að taka frá reit á háskólalóðinni fyrir þessa byggingu, og undirbúningur var kominn á gott skrið þegar við stóðum uppi varnarlaus gagnvart ógæfunni og fjármálaákefðinni (Málfríður, 1. tbl. 26.árg. apríl 2010) Í draumi Vigdísar birtist frjó, stórhuga sýn, sem lýsir óbilandi trú á framtíð þjóðarinnar í samskiptum og samhengi við aðrar þjóðir heims. Nú gefst okkur, þjóðinni sem hún hefur þjónað í áratugi, tækifæri til að hugsa stórt með Vigdísi og nýta sóknarfærið sem hún hefur lagt upp fyrir okkur. Nú er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, þjóðinni sem hafði víðsýni til að bera til að kjósa hana til forseta fyrir þrjátíu árum síðan, að finna leiðir til að láta draum Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega miðstöð tungumála á Íslandi verða að veruleika.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar