Viðskipti innlent

Osta- og smjörsalan vill í orkugeirann

Ingimar Karl Helgason skrifar
Osta og smjörsalan vill eignast hlut í neyslu- og frávatnsveitu á Suðurnesjum og gerði Orkuveitunni tilboð. Orkuveitan hafnaði því hins vegar á stjórnarfundi í byrjun vikunnar.

Orkuveita Reykjavíkur á sextán prósenta hlut í HS veitum. Þær dreifa heitu vatni og köldi, rafmagni og sjá um fráveitu á Reykjanesi, hluta höfuðborgarsvæðisins og Vestmannaeyjum auk þess að dreifa rafmangni í árborg.

Sveitarfélög á svæðinu eiga HS veitur, auk Orkuveitu Reykjavíkur. Eignir félagsins eru metnar á sextán milljarða, en rekstrartekjurnar námu um fjórum milljörðum króna í fyrra.

Osta og smjörsalan á hús og stóra lóð upp á hálsum í Reykjavík. Þar er nú engin starfsemi og hefur félagið, sem raunar er innan Auðhumlu samstæðunnar, viljað losna við þetta. Orkuveitan mun enn fremur hafa haft áhuga á lóðunum og fyrirtækin velt þessu á milli sín um nokkurt skeið.

Osta og smjörsalan gerði orkuveitunni það tilboð að skipta á þessum eignum og veituhlutnum.

Einar Sigurðusson, forstjóri Auðhumlu, segir að Mjólkursamsalan sé samfélagslegt fyrirbæri í eigu hundruða bænda. Ekki hafi staðið til að breyta henni í Orkufyrirtæki. Hugmyndin hafi verið að halda veituhlutnum í samfélagslegri eigu, eða fleyta honum áfram til sveitarfélaga eða lífeyrissjóða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×