Viðskipti innlent

Hagnaður Sjóvár nam 317 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðalfundur Sjóvár var haldinn í dag. Mynd/ E. Ól.
Aðalfundur Sjóvár var haldinn í dag. Mynd/ E. Ól.
Hagnaður Sjóvár af reglulegri starfsemi á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var 317 milljónir fyrir skatta, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins sem samþykktur var á aðalfundi í dag.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að óefnislegar eignir hafi verið færðar niður um 6,6 milljarða. Þá segir að iðgjaldatekjur fyrirtækisins hafi hækkað um 8%, tjónakostnaður hafi hækkað um 4% og rekstrarkostnaður lækkað um 3%.

Stjórn félagsins er óbreytt og er skipuð Heimi V Haraldsyni stjórnarformanni, Ernu Gísladóttur, Kristjáni Ragnarssyni, Þórhildi Ólöfu Helgadóttur og Þórólfi Jónssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×