Erlent

Breska sendiráðinu líka lokað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gordon Brown segir að Bretar muni styðja gagnhryðjuverkastarfsemi í Jemen. Mynd/ ap.
Gordon Brown segir að Bretar muni styðja gagnhryðjuverkastarfsemi í Jemen. Mynd/ ap.
Breska sendiráðinu í Jemen hefur verið lokað vegna hryðjuverkaógnar. Í morgun var greint frá því að bandaríska sendiráðinu hafi einnig verið lokað. Ástæðan er ótti við hryðjuverk, en karlmaður sem reyndi að sprengja farþegaflugvél á leið til Detroit fyrir fáeinum dögum var frá Jemen.

Á fréttavef BBC er greint frá því að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hafi heitið því að Bandaríkin og Bretland muni styðja gagnhryðjuverkastarfsemi í Jemen. Óttast er að Jemen sé að verða að skjóli fyrir al-Qaeda hryðjuverkasamtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×