Viðskipti innlent

Flugferðir til Evrópuborga á 8.900 kr. aðra leið

Hægt er að komast til Berlínar, Kaupmannahafnar, London Gatwick, London Stansted og Varsjár fyrir 8.900 krónur með sköttum og gjöldum aðra leiðina.

Það er Iceland Express sem býður flugfarþegum þetta verð og hægt er að fljúga frá og með 6. janúar til 24. mars. Salan hefst á hádegi í dag.

Í tilkynningu segir að síðast þegar félagið var með slíkt tilboð réði netþjónn Iceland Express ekki við álagið og gaf sig um stund. Nú hefur hins vegar öllu slíku verið kippt í liðinn og netþjónninn ætti að ráða við álagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×