Erlent

Beatty svaf hjá 12775 konum

Beatty í kunnuglegum stellingum, í þetta sinn með Faye Dunaway.
Beatty í kunnuglegum stellingum, í þetta sinn með Faye Dunaway.

Nú hefur einni af stærri spurningum sögunnar verið svarað. Ævisöguritarinn Peter Biskind hefur nú lokið við að skrifa ævisögu bandaríska leikarans og glaumgosans Warren Beatty og í bókinni svarar hann því hjá hve mörgum konum Beatty hefur sofið. Það orð hefur löngum farið af Beatty að hann hafi verið duglegur í kvennamálunum í gegnum tíðina en þrátt fyrir það kom samantekt Biskinds á óvart, en hann segir að Beatty hafi sofið hjá 12 þúsund 775 konum, hvorki meira né minna.

Þar með skákar hann kvennabósum á borð við Casanova sem sagður er hafa sofið hjá 2065 konum. Á meðal þeirra sem eiga að hafa notið ásta með Beatty eru þær Isabella Adjani, Diane Keaton og Madonna.

Ýmsir hafa reyndar dregið útreikninga Biskinds í efa því hann kemst að niðurstöðunni með því að reikna einfaldlega út hve margir dagar liðr frá því Beatty missti sveindóminn þegar hann var 19 ára og þar til hann kynntist núverandi konu sinni Anette Bening. Hann gefur sér síðan að Beatty hafi sængað hjá einni konu á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×