Viðskipti innlent

Netið 2010: Stórsýning í Smáralind

Davíð Sigurðarson (til vinstri) og Jóhann Sveinbjörnsson eru önnum kafnir við undirbúning á stórsýningunni Netið 2010
Davíð Sigurðarson (til vinstri) og Jóhann Sveinbjörnsson eru önnum kafnir við undirbúning á stórsýningunni Netið 2010

Stórsýningin Netið 2010 verður haldin í Vetrargarðinum Smáralind dagana 5.-7. febrúar, en sýningunni er ætlað að fræða almenning um þær nýjungar og möguleika sem netið býður upp á.

Skipuleggjendur sýningarinnar, sem vinna nú hörðum höndum að undirbúningi, segja að þar verði hulunni svipt af ýmsum spennandi tækninýjungum. „Þetta er vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna nýjungar, þjónustu og möguleika sem eru í boði á íslenskum netmarkaði. Það er ótrúlega margt áhugavert að gerast í þessum málum hjá okkur," segir Davíð Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Silent Company sem skipuleggur sýninguna. „Fjölmörg fyrirtæki munu mæta á svæðið og kynna bæði vörur og þjónustu - allt frá vefsíðum og hönnun til upplýsingaveita og viðskipta"

Vaxandi miðill

Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en hún verður haldin við útsölulok í Smáralind sem er ein stærsta verslunarhelgi ársins og má því búast við töluverðum fjölda gesta. Aðgangur er ókeypis. Internetið er vaxandi þjónustu-, samskipta- og viðskiptamiðill þar sem öryggi og traust milli neytenda og þjónustuaðila er mjög mikilvægt. „Hér á Íslandi er netnotkun ein sú mesta í heiminum og eykst hún milli ára. Um leið fjölgar þeim sem kaupa sér vörur á internetinu eða nýta sér þjónustu í gegnum internetið," segir Davíð og bætir við að mikill vaxtarbroddur sé í netfyrirtækjum á Íslandi og spennandi að fylgjast með þróun þeirra, bæði fyrir sérfræðinga og áhugafólk.

Frá leikjum til viðskipta

„Við leitumst við að hafa hafa fjölbreytta og skemmtilega sýningu, en meðal flokka á sýningunni má nefna grafíska hönnun, afþreyingu, nám, heimasíður og hýsingar og viðskipti. Við hvetjum alla sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa að setja sig í samband við okkur sem fyrst, en básarnir fljúga út hjá okkur nú um þessar mundir."

Vefsíða sýningarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×