Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 22:00 Mynd/Daníel Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58