Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 22:00 Mynd/Daníel Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58