Viðskipti innlent

Ólafur Ísleifsson formaður stjórnar ISB Holding

Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, hefur verið skipaður formaður stjórnar ISB Holding, eignarhaldsfélags Íslandsbanka.

Ólafur Ísleifsson segir að hann hafi hingað til setið í stjórn Íslandsbanka og óhætt að segja að fyrsta starfsár bankans eftir hrun hafi gengið vel.

„Bankinn hefur á að skipa fjölda af mjög hæfileikaríku fólki og því er ástæða til að horfa bjartsýnum augum á framtíð hans," segir Ólafur.

Auk Ólafs voru þau María Björg Ágústsdóttir og Ásta Þórarinsdóttir skipuð stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins. María Björg er fulltrúi skilanefndarinnar í stjórninni.

Ólafur segir að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar ISB Holding verði að tilnefna nýja bankastjórn Íslandsbanka. Hann á von á að gengið verði frá því máli í næstu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×