Viðskipti innlent

Tæplega 940 fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot

Tæplega 940 fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot á árinu sem er að líða. Gjaldþrotum hefur fjölgað um 43% frá góðærisárinu 2007.

Í samantekt frá CreditInfo kemur fram að 938 fyrirtæki hafa farið í þrot á árinu. 916 fóru í þrot í fyrra, 750 árið 2008 og 657 góðærisárið 2007. Gjaldþrot hafa því aukist um 43% á fjórum árum.

Til viðbótar bætast við fyrirtæki sem fara í greiðsluþrot með árangurslausu fjárnámi en í þeim hópi eru fyrirtæki sem enn eru starfandi. Á vanskilaskrá eru nú skráð 6134 fyrirtæki. Skráning á vanskilaskrá þýðir að löginnheimta vanskila er hafin og því getur verið langur tími frá því að hin raunverulegu vanskil hófust. CreditInfo telur þó að bæði gjaldþrotum og vanskilum muni fara fækkandi á næstu vikum og mánuðum vegna samkomulags stjórnvalda og fjármálageirans um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×