Hvað er að óttast? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 6. október 2010 06:00 Í komandi aðildarviðræðum við ESB er ljóst að sjávarútvegsmál verða einn erfiðasti málaflokkurinn. Andstæðingar ESB-aðildar hafa hamrað á reynslu Norðmanna í aðildarviðræðum og hafa þá sérstaklega rætt um sjávarútvegssamninginn frá 1994. Sagt hefur verið að Norðmenn hafi fengið mjög slæman samning og því sé útilokað að Ísland fái nokkuð annað. Vægast sagt lýsir þetta sjónarmið mikilli þröngsýni og mótast ef til vill af því að sterkustu hagsmunir þeirra sem eru í greininni felast í því að halda öllu óbreyttu. En sé litið nánar á aðildarsamning Norðmanna kemur annað í ljós, nefnilega það að þeir fengu mjög góðan samning. Í bókinni Gert út frá Brussel, eftir Úlfar Hauksson, er farið rækilega í saumana á sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Í aðildarviðræðum settu Norðmenn sér það markmið að tryggja stöðu fiskveiða og fiskeldis í Noregi. Þeir settu líka fram ýmsar kröfur varðandi smábátaútgerð, veiðistjórnun, markaðsaðgang og svo framvegis. Til dæmis fengu þeir algert tollfrelsi af norskum fiskafurðum, samkvæmt samningnum. Það sem Norðmenn þurftu að gefa eftir var lítilsháttar aukning í þorskveiðum norðan 62. breiddargráðu, úr 1,28% af heildarafla, í 1,57% (8.960 tonn í 10.990 tonn, af 700.000 tonna heildarafla!). Norðmenn þurftu svo að semja um deilistofna, eins og yfirleitt er gert. Veiðireynsla Norðmanna tryggði þeim áfram yfirráð á sínum veiðisvæðum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þessi regla á líka við um Ísland, enda hefur engin þjóð veitt hér við land frá lokum landhelgisdeilunnar árið 1976, þegar lögsaga okkar var færð út í 200 sjómílur. Á fundi fyrir skömmu sagði aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB engan vafa leika á því að engin þjóð ætti hér veiðirétt. Það er að við Íslendingar ættum einir réttinn hér við land. Skýrara getur það ekki verið. Aðildarsamningur Norðmanna tryggði þeim einnig varnir gegn svokölluðu „kvótahoppi," en í Noregi gilda þær reglur að aðeins norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Og aflanum skyldi landað í heimahöfn skipsins, sem hefði „efnahagsleg tengsl" við viðkomandi svæði. Með hjálp Evrópudómstólsins var það tryggt enn frekar að „kvótahopp" gæti ekki átt sér stað. Í bók Úlfars segir orðrétt: „Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópusambandsins væri borgið til framtíðar." Og síðar segir: „Með öðrum orðum var hlustað á Norðmenn og þeir höfðu tækifæri til þess að hafa veruleg áhrif á Evrópusambandið í þeim málaflokkum þar sem þeir höfðu sérfræðiþekkingu og sérstakra hagsmuna að gæta. Ástæðan er einföld: Norðmenn komu með góð rök og gátu sýnt fram á sérstöðu sína til að mynda í sjávarútvegi og landbúnaði. Þannig virkar Evrópusambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli - það er alltaf vilji til að finna málamiðlanir og það er ekki gengið þvert á hagsmuni smærri ríkja ... - enda er Evrópusambandið sjálfviljugt samstarf lýðræðisríkja." Án nokkurs vafa á þetta líka við um Ísland og verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni ganga gegn hagsmunum Íslands í þessum málaflokkum, enda ekki hagsmunir ESB að gera það! Þetta sannar því að ESB mun t.d. ekki gleypa hér allt við Íslandsstrendur, eins og andstæðingar aðildar halda margir fram. Landhelgin mun heldur ekki fyllast af erlendum togurum. Það er einfaldlega einfaldur hræðsluáróður. Grunnhagsmunir Íslands eru í raun ekki flóknir: Að halda yfirráðum yfir fiskimiðunum og að okkar veiðireynsla ráði því að við höldum réttindum okkar til auðlindarinnar. Samkvæmt meirihlutaáliti Alþingis eru þetta markmið Íslands: „Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." Þetta eru skýr og góð markmið. Reynsla Norðmanna sýnir að Íslendingum ætti að ganga vel að ná samningum við ESB, að sambandið er sveigjanlegt og tekur tillit til mikilvægra grundvallarhagsmuna landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í komandi aðildarviðræðum við ESB er ljóst að sjávarútvegsmál verða einn erfiðasti málaflokkurinn. Andstæðingar ESB-aðildar hafa hamrað á reynslu Norðmanna í aðildarviðræðum og hafa þá sérstaklega rætt um sjávarútvegssamninginn frá 1994. Sagt hefur verið að Norðmenn hafi fengið mjög slæman samning og því sé útilokað að Ísland fái nokkuð annað. Vægast sagt lýsir þetta sjónarmið mikilli þröngsýni og mótast ef til vill af því að sterkustu hagsmunir þeirra sem eru í greininni felast í því að halda öllu óbreyttu. En sé litið nánar á aðildarsamning Norðmanna kemur annað í ljós, nefnilega það að þeir fengu mjög góðan samning. Í bókinni Gert út frá Brussel, eftir Úlfar Hauksson, er farið rækilega í saumana á sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Í aðildarviðræðum settu Norðmenn sér það markmið að tryggja stöðu fiskveiða og fiskeldis í Noregi. Þeir settu líka fram ýmsar kröfur varðandi smábátaútgerð, veiðistjórnun, markaðsaðgang og svo framvegis. Til dæmis fengu þeir algert tollfrelsi af norskum fiskafurðum, samkvæmt samningnum. Það sem Norðmenn þurftu að gefa eftir var lítilsháttar aukning í þorskveiðum norðan 62. breiddargráðu, úr 1,28% af heildarafla, í 1,57% (8.960 tonn í 10.990 tonn, af 700.000 tonna heildarafla!). Norðmenn þurftu svo að semja um deilistofna, eins og yfirleitt er gert. Veiðireynsla Norðmanna tryggði þeim áfram yfirráð á sínum veiðisvæðum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þessi regla á líka við um Ísland, enda hefur engin þjóð veitt hér við land frá lokum landhelgisdeilunnar árið 1976, þegar lögsaga okkar var færð út í 200 sjómílur. Á fundi fyrir skömmu sagði aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB engan vafa leika á því að engin þjóð ætti hér veiðirétt. Það er að við Íslendingar ættum einir réttinn hér við land. Skýrara getur það ekki verið. Aðildarsamningur Norðmanna tryggði þeim einnig varnir gegn svokölluðu „kvótahoppi," en í Noregi gilda þær reglur að aðeins norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Og aflanum skyldi landað í heimahöfn skipsins, sem hefði „efnahagsleg tengsl" við viðkomandi svæði. Með hjálp Evrópudómstólsins var það tryggt enn frekar að „kvótahopp" gæti ekki átt sér stað. Í bók Úlfars segir orðrétt: „Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútveg hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningnum; í honum hefðu núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunm tryggð ... Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan Evrópusambandsins væri borgið til framtíðar." Og síðar segir: „Með öðrum orðum var hlustað á Norðmenn og þeir höfðu tækifæri til þess að hafa veruleg áhrif á Evrópusambandið í þeim málaflokkum þar sem þeir höfðu sérfræðiþekkingu og sérstakra hagsmuna að gæta. Ástæðan er einföld: Norðmenn komu með góð rök og gátu sýnt fram á sérstöðu sína til að mynda í sjávarútvegi og landbúnaði. Þannig virkar Evrópusambandið; stærð og styrkur er ekki það eina sem skiptir máli - það er alltaf vilji til að finna málamiðlanir og það er ekki gengið þvert á hagsmuni smærri ríkja ... - enda er Evrópusambandið sjálfviljugt samstarf lýðræðisríkja." Án nokkurs vafa á þetta líka við um Ísland og verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni ganga gegn hagsmunum Íslands í þessum málaflokkum, enda ekki hagsmunir ESB að gera það! Þetta sannar því að ESB mun t.d. ekki gleypa hér allt við Íslandsstrendur, eins og andstæðingar aðildar halda margir fram. Landhelgin mun heldur ekki fyllast af erlendum togurum. Það er einfaldlega einfaldur hræðsluáróður. Grunnhagsmunir Íslands eru í raun ekki flóknir: Að halda yfirráðum yfir fiskimiðunum og að okkar veiðireynsla ráði því að við höldum réttindum okkar til auðlindarinnar. Samkvæmt meirihlutaáliti Alþingis eru þetta markmið Íslands: „Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt." Þetta eru skýr og góð markmið. Reynsla Norðmanna sýnir að Íslendingum ætti að ganga vel að ná samningum við ESB, að sambandið er sveigjanlegt og tekur tillit til mikilvægra grundvallarhagsmuna landa.
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar