Miami Heat vann 105-89 sigur á Detroit Pistons í fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem hefst í lok mánaðarins.
Þetta var fyrsti opinberi leikur LeBron James í búngini Miami Heat en menn fengu takmarkaða sýn á nýja þríeykið þar sem að Dwyane Wade gat aðeins spilað í 3 mínútur og 17 sekúndur vegna meiðsla aftan í læri.
Wade verður væntanlega frá í 1-2 vikur en ætti að vera orðinn góður fyrir fyrsta leik tímabilsins sem verður á móti Boston Celtics 26. október næstkomandi.
LeBron James og Chris Bosh voru hinvegar báðir í góðum gír í frumraun sinni og skoruðu saman 38 stig í auðveldum sigri. James var með 18 stig og 4 stoðsendingar á 27 mínútum en Bosh skoraði 20 stig á 26 mínútum.
Á heimasíðu NBA-deildarinnar má meðal annars sjá myndband með flottustu tilþrifum hjá LeBron James og Chris Bosh í þessum leiken það má nálgast með því að smella hér.

