Viðskipti innlent

Endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stofnfjárhlutir Seðlabankans og Byggðastofnunar verða framseldir til Bankasýslu ríkisins.
Stofnfjárhlutir Seðlabankans og Byggðastofnunar verða framseldir til Bankasýslu ríkisins.
Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður og öll skilyrði hans uppfyllt.

Sjóðurinn varð fyrir eignatjóni í fjármálahruninu en strax var hafist handa við að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins og um áramótin 2008/2009 var stofnfé aukið um 253 milljónir króna. Nýja stofnféð kom allt frá aðilum í Fjarðabyggð.

Í tilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að þeir aðilar sem komi að endurskipulagningunni séu auk Seðlabankans, Byggðastofnun, sveitarfélagið Fjarðabyggð, fyrirtæki og einstaklingar í Fjarðabyggð.

Stofnfjárhlutir Seðlabankans og Byggðastofnunar verða framseldir til Bankasýslu ríkisins sem mun fara með 49% eignarhlut í sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×