Síðasta tækifærið forgörðum Guðbrandur Einarsson skrifar 12. ágúst 2010 06:00 Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku. Breytingin fólst í því að Magma Energy yfirtæki lánið sem GGE hafði gefið út og yrði þar með greiðandi lánsins. Allir ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins að viðbættum fulltrúa Framsóknarflokksins sem væntanlega er farinn að borga sjálfstæðismönnum fyrir sæti sitt í bæjarráði, greiddu þessu atkvæði sitt. Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði hafði enga skoðun á málinu og sat hjá. Það mátti auðvitað reikna með að sjálfstæðismenn samþykktu þennan gjörning en afstaða fulltrúa Framsóknar og Samfylkingar í þessu máli er algjör kúvending borin saman við afstöðu fulltrúa sömu flokka í síðustu bæjarstjórn. Það hefur komið í ljós í umræðu undanfarinna vikna og mánaða að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar er á móti því að HS orka verði í höndum einkaaðila með tilheyrandi framsali á nýtingarrétti náttúruauðlinda. Til þess að koma til móts við þennan vilja íslensku þjóðarinnar gat bæjarráð hafnað þessari skuldarabreytingu sem hefði væntanlega gert það að verkum að Magma hefði hætt við þessi viðskipti sem að mestu leyti eru fjármögnuð með yfirtöku á lánum og aflandskrónum. Þarna fór því forgörðum síðasta tækifærið, sem við höfðum til þess að koma í veg fyrir þessi viðskipti, án þess skapa íslensku þjóðinni milljarða skaðabótaskyldu ef til riftunar kæmi. Skilanefndir bankanna geta því fullnustað viðskipti sín við Magma Energy. Bæjarráðsmenn í Reykjanesbæ hafa engan áhuga á því að reyna að koma í veg fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku. Breytingin fólst í því að Magma Energy yfirtæki lánið sem GGE hafði gefið út og yrði þar með greiðandi lánsins. Allir ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins að viðbættum fulltrúa Framsóknarflokksins sem væntanlega er farinn að borga sjálfstæðismönnum fyrir sæti sitt í bæjarráði, greiddu þessu atkvæði sitt. Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði hafði enga skoðun á málinu og sat hjá. Það mátti auðvitað reikna með að sjálfstæðismenn samþykktu þennan gjörning en afstaða fulltrúa Framsóknar og Samfylkingar í þessu máli er algjör kúvending borin saman við afstöðu fulltrúa sömu flokka í síðustu bæjarstjórn. Það hefur komið í ljós í umræðu undanfarinna vikna og mánaða að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar er á móti því að HS orka verði í höndum einkaaðila með tilheyrandi framsali á nýtingarrétti náttúruauðlinda. Til þess að koma til móts við þennan vilja íslensku þjóðarinnar gat bæjarráð hafnað þessari skuldarabreytingu sem hefði væntanlega gert það að verkum að Magma hefði hætt við þessi viðskipti sem að mestu leyti eru fjármögnuð með yfirtöku á lánum og aflandskrónum. Þarna fór því forgörðum síðasta tækifærið, sem við höfðum til þess að koma í veg fyrir þessi viðskipti, án þess skapa íslensku þjóðinni milljarða skaðabótaskyldu ef til riftunar kæmi. Skilanefndir bankanna geta því fullnustað viðskipti sín við Magma Energy. Bæjarráðsmenn í Reykjanesbæ hafa engan áhuga á því að reyna að koma í veg fyrir það.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar