Innlent

Sigmundur Davíð: Núverandi samningar eru ekki viðunandi

Karen Kjartansdóttir skrifar

Núverandi samningur um Icesave er ekki viðunandi þótt ríkisstjórnin hafi haldið öðru fram, vegna þvingana af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins.

Ótækt sé að ríkisstjórnin standi fyrir upplýsingagjöf í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn, þar sem hún hafi í raun talað máli gagnaðilans.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina og þá samninga hún hefur staðið fyrir í Icesavemálinu mjög harðlega í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.

Hann segir það lykilatriði að nýir menn komi að gerð samninga um Icesave verði Icesavelögunum hafnað í þjóðatkvæðagreiðslu. Þegar alþingi samþykkti að setja fyrirvara á samningana í sumar var mjög óheppilegt að senda sömu samningamenn til að kynna þá leið.

Hann sagði að stjórn og stjórnarandstaða ættu ekki að eiga í erfiðleikum með ná samstöðu nú. Það þurfi bara allir að viðurkenna að núverandi samningur er ekki viðunandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×