Spáir minnstu verðbólgu frá sumrinu 2005 19. október 2010 09:57 Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í október um 0,4% frá septembermánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 3,7% í 3,0% og hefur þá ekki verið minni síðan í júní 2005. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að aðal hækkunarvaldur VNV að þessu sinni er gjaldskrárhækkun OR, sem tók að verulegu leyti gildi 1. október. Raunar má segja að án þeirrar hækkunar myndi vísitalan líklega standa í stað eða jafnvel lækka lítillega í októbermánuði. Þar hjálpast að áhrif gengisstyrkingar krónu í sumar, sem enn virðast vera að koma fram í ýmsum innfluttum vörum, og lítil innlend eftirspurn sem ýtir á verslanir og þjónustuaðila að halda álagningu í algeru lágmarki. „Auk heldur gerum við ráð fyrir því að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, lækki lítillega í mánuðinum," segir í Morgunkorninu. „Verðbólguþrýstingur virðist nokkru minni þessa dagana en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá okkar. Þar hefur áhrif að innlend eftirspurn virðist hafa minnkað að nýju með lækkandi sól og lítur út fyrir að verslanir teygi sig býsna langt um þessar mundir hvað varðar lága álagningu og sértilboð hvers konar til þess að glæða viðskipti sín. Útlit er nú fyrir að VNV hækki um 1,1% á síðasta fjórðungi ársins og að verðbólga í árslok verði komin niður í 2,4%, sem þýðir að Seðlabankinn nær loks hinu langþráða verðbólgumarkmiði sínu í fyrsta sinn frá því á vordögum árið 2004." Á næsta ári gerir greiningin ráð fyrir að verðbólga verði áfram í grennd við 2,5% markmið Seðlabankans, en að meðaltali spáir hún 2,3% verðbólgu á árinu 2011. Það er þó háð því að gengi krónunnar haldist stöðugt, að kjarasamningum á vinnumarkaði lykti með hóflegri hækkun launa að jafnaði og að ekki verði veruleg hækkun til viðbótar á óbeinum sköttum og opinberum gjaldskrám. „Á hinn bóginn er það forsenda spár okkar að íbúðaverð taki að hækka á nýju ári og hækki um nærri 4% yfir árið 2011. Láti bati á fasteignamarkaði á sér standa mun það halda aftur af hækkun VNV næstu misserin," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í október um 0,4% frá septembermánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 3,7% í 3,0% og hefur þá ekki verið minni síðan í júní 2005. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að aðal hækkunarvaldur VNV að þessu sinni er gjaldskrárhækkun OR, sem tók að verulegu leyti gildi 1. október. Raunar má segja að án þeirrar hækkunar myndi vísitalan líklega standa í stað eða jafnvel lækka lítillega í októbermánuði. Þar hjálpast að áhrif gengisstyrkingar krónu í sumar, sem enn virðast vera að koma fram í ýmsum innfluttum vörum, og lítil innlend eftirspurn sem ýtir á verslanir og þjónustuaðila að halda álagningu í algeru lágmarki. „Auk heldur gerum við ráð fyrir því að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, lækki lítillega í mánuðinum," segir í Morgunkorninu. „Verðbólguþrýstingur virðist nokkru minni þessa dagana en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá okkar. Þar hefur áhrif að innlend eftirspurn virðist hafa minnkað að nýju með lækkandi sól og lítur út fyrir að verslanir teygi sig býsna langt um þessar mundir hvað varðar lága álagningu og sértilboð hvers konar til þess að glæða viðskipti sín. Útlit er nú fyrir að VNV hækki um 1,1% á síðasta fjórðungi ársins og að verðbólga í árslok verði komin niður í 2,4%, sem þýðir að Seðlabankinn nær loks hinu langþráða verðbólgumarkmiði sínu í fyrsta sinn frá því á vordögum árið 2004." Á næsta ári gerir greiningin ráð fyrir að verðbólga verði áfram í grennd við 2,5% markmið Seðlabankans, en að meðaltali spáir hún 2,3% verðbólgu á árinu 2011. Það er þó háð því að gengi krónunnar haldist stöðugt, að kjarasamningum á vinnumarkaði lykti með hóflegri hækkun launa að jafnaði og að ekki verði veruleg hækkun til viðbótar á óbeinum sköttum og opinberum gjaldskrám. „Á hinn bóginn er það forsenda spár okkar að íbúðaverð taki að hækka á nýju ári og hækki um nærri 4% yfir árið 2011. Láti bati á fasteignamarkaði á sér standa mun það halda aftur af hækkun VNV næstu misserin," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira