Spáir minnstu verðbólgu frá sumrinu 2005 19. október 2010 09:57 Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í október um 0,4% frá septembermánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 3,7% í 3,0% og hefur þá ekki verið minni síðan í júní 2005. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að aðal hækkunarvaldur VNV að þessu sinni er gjaldskrárhækkun OR, sem tók að verulegu leyti gildi 1. október. Raunar má segja að án þeirrar hækkunar myndi vísitalan líklega standa í stað eða jafnvel lækka lítillega í októbermánuði. Þar hjálpast að áhrif gengisstyrkingar krónu í sumar, sem enn virðast vera að koma fram í ýmsum innfluttum vörum, og lítil innlend eftirspurn sem ýtir á verslanir og þjónustuaðila að halda álagningu í algeru lágmarki. „Auk heldur gerum við ráð fyrir því að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, lækki lítillega í mánuðinum," segir í Morgunkorninu. „Verðbólguþrýstingur virðist nokkru minni þessa dagana en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá okkar. Þar hefur áhrif að innlend eftirspurn virðist hafa minnkað að nýju með lækkandi sól og lítur út fyrir að verslanir teygi sig býsna langt um þessar mundir hvað varðar lága álagningu og sértilboð hvers konar til þess að glæða viðskipti sín. Útlit er nú fyrir að VNV hækki um 1,1% á síðasta fjórðungi ársins og að verðbólga í árslok verði komin niður í 2,4%, sem þýðir að Seðlabankinn nær loks hinu langþráða verðbólgumarkmiði sínu í fyrsta sinn frá því á vordögum árið 2004." Á næsta ári gerir greiningin ráð fyrir að verðbólga verði áfram í grennd við 2,5% markmið Seðlabankans, en að meðaltali spáir hún 2,3% verðbólgu á árinu 2011. Það er þó háð því að gengi krónunnar haldist stöðugt, að kjarasamningum á vinnumarkaði lykti með hóflegri hækkun launa að jafnaði og að ekki verði veruleg hækkun til viðbótar á óbeinum sköttum og opinberum gjaldskrám. „Á hinn bóginn er það forsenda spár okkar að íbúðaverð taki að hækka á nýju ári og hækki um nærri 4% yfir árið 2011. Láti bati á fasteignamarkaði á sér standa mun það halda aftur af hækkun VNV næstu misserin," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í október um 0,4% frá septembermánuði. Gangi spáin eftir mun verðbólga hjaðna úr 3,7% í 3,0% og hefur þá ekki verið minni síðan í júní 2005. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að aðal hækkunarvaldur VNV að þessu sinni er gjaldskrárhækkun OR, sem tók að verulegu leyti gildi 1. október. Raunar má segja að án þeirrar hækkunar myndi vísitalan líklega standa í stað eða jafnvel lækka lítillega í októbermánuði. Þar hjálpast að áhrif gengisstyrkingar krónu í sumar, sem enn virðast vera að koma fram í ýmsum innfluttum vörum, og lítil innlend eftirspurn sem ýtir á verslanir og þjónustuaðila að halda álagningu í algeru lágmarki. „Auk heldur gerum við ráð fyrir því að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, lækki lítillega í mánuðinum," segir í Morgunkorninu. „Verðbólguþrýstingur virðist nokkru minni þessa dagana en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá okkar. Þar hefur áhrif að innlend eftirspurn virðist hafa minnkað að nýju með lækkandi sól og lítur út fyrir að verslanir teygi sig býsna langt um þessar mundir hvað varðar lága álagningu og sértilboð hvers konar til þess að glæða viðskipti sín. Útlit er nú fyrir að VNV hækki um 1,1% á síðasta fjórðungi ársins og að verðbólga í árslok verði komin niður í 2,4%, sem þýðir að Seðlabankinn nær loks hinu langþráða verðbólgumarkmiði sínu í fyrsta sinn frá því á vordögum árið 2004." Á næsta ári gerir greiningin ráð fyrir að verðbólga verði áfram í grennd við 2,5% markmið Seðlabankans, en að meðaltali spáir hún 2,3% verðbólgu á árinu 2011. Það er þó háð því að gengi krónunnar haldist stöðugt, að kjarasamningum á vinnumarkaði lykti með hóflegri hækkun launa að jafnaði og að ekki verði veruleg hækkun til viðbótar á óbeinum sköttum og opinberum gjaldskrám. „Á hinn bóginn er það forsenda spár okkar að íbúðaverð taki að hækka á nýju ári og hækki um nærri 4% yfir árið 2011. Láti bati á fasteignamarkaði á sér standa mun það halda aftur af hækkun VNV næstu misserin," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira