Herþjónusta Íslendinga í ESB? 3. september 2010 06:30 Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi."
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun