Innlent

Lítið bólar á verðlækkunum á innfluttum vörum

Þrátt fyrir samfellda styrkingu krónunnar frá áramótum bólar lítið á verðlækkunum á innfluttum vörum. Forsvarsmenn verslunarinnar fullyrða að þeir hafi tekið á sig afkomuskerðingu. Hagfræðingur ASÍ segir skerðinguna ekki vegna þess að vöruverð hafi ekki hækkað. Skýringar séu aðrar.

Sé verðþróun innfluttra vara skoðuð frá ársbyrjun 2008 þegar krónan tók að veikjast má sjá að verðlag á helstu flokkum innfluttra neysluvara hækkaði framan af nokkurn veginn samhliða veikara gengi krónunnar en nú hefur verðlag, þrátt fyrir styrkingu, ýmist haldið áfram að hækka eða nánast staðið óbreytt undanfarna mánuði.

Flestar innfluttar vörur hafa hækkað um eða yfir 50% undanfarið eitt og hálft ár á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst um ríflega 70%, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ.

Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, segir ekki sjálfgefið að verðlag á innfluttum vörum hækki til jafns við lækkun gengi krónunnar þó vissulega haldist það í hendur og hafi mikið að segja um verðlagið á innfluttu vörum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×