Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að stjórnvöld séu tilbúin að loka hreinlega stórum bönkum ef þeir standa á brauðfótum og gætu tekið fjármálakerfi landsins með sér í fallinu.
„Ef kreppan hefur kennt okkur eitthvað eitt, þá er það að finna verður lausn á þeim vanda að sumir séu of stórir til að mega falla," sagði hann í yfirheyrslum hjá bandarískri þingnefnd, sem er að ljúka rannsókn sinni á fjármálahruninu vestra árið 2008.
Hann segir stóru fjármálafyrirtækin hafa verið í senn orsök kreppunnar og meðal þess sem helst kom í veg fyrir að stjórnmálamenn gætu haldið henni í skefjum.
- gb