Stjórnvöld lofa Strauss-Kahn að fara ekki í flatar afskriftir 4. október 2010 16:06 Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar segir að áhersla verði lögð á að einfalda þau úrræði sem þegar séu til staðar og gera þau skilvirkari. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Við erum staðráðin í að einfalda skuldaleiðréttingarferlið en höfum útilokað almenna leiðréttingu skulda (t.d. leiðréttingu á skuldum þeirra sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán snertir ekki)." Rökin fyrir þessu eru þau að flatar afskriftir yrðu of kostnaðarsamar fyrir ríkið, mikilvægt sé að viðhalda stöðugleika bankakerfisins og þá geti flatar afskriftir haft skaðleg áhrif á greiðsluvilja þjóðarinnar og viðhorf til skulda. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld muni einbeita sér að heimilum sem eru í verstri stöðu, en þau séu sem betur fer í minnihluta. AGS fagnar afléttingu á frestumn Þá segir í viljayfirlýsingunni að stofnun embættis umboðsmanns skuldara hafi verið lokaskrefið í áætlun stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimila. Nú verði lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og útskýra þau. Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði aflétt í lok október. Starfsmenn sjóðsins segjast þó hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki haldið niðri væntingum um frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til um að frekari úrræði verði ekki í boði, sérstaklega í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar. Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11 AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18 Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08 AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar segir að áhersla verði lögð á að einfalda þau úrræði sem þegar séu til staðar og gera þau skilvirkari. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Við erum staðráðin í að einfalda skuldaleiðréttingarferlið en höfum útilokað almenna leiðréttingu skulda (t.d. leiðréttingu á skuldum þeirra sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán snertir ekki)." Rökin fyrir þessu eru þau að flatar afskriftir yrðu of kostnaðarsamar fyrir ríkið, mikilvægt sé að viðhalda stöðugleika bankakerfisins og þá geti flatar afskriftir haft skaðleg áhrif á greiðsluvilja þjóðarinnar og viðhorf til skulda. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld muni einbeita sér að heimilum sem eru í verstri stöðu, en þau séu sem betur fer í minnihluta. AGS fagnar afléttingu á frestumn Þá segir í viljayfirlýsingunni að stofnun embættis umboðsmanns skuldara hafi verið lokaskrefið í áætlun stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimila. Nú verði lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og útskýra þau. Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði aflétt í lok október. Starfsmenn sjóðsins segjast þó hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki haldið niðri væntingum um frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til um að frekari úrræði verði ekki í boði, sérstaklega í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11 AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18 Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08 AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11
AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18
Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08
AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent