Stjórnvöld lofa Strauss-Kahn að fara ekki í flatar afskriftir 4. október 2010 16:06 Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar segir að áhersla verði lögð á að einfalda þau úrræði sem þegar séu til staðar og gera þau skilvirkari. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Við erum staðráðin í að einfalda skuldaleiðréttingarferlið en höfum útilokað almenna leiðréttingu skulda (t.d. leiðréttingu á skuldum þeirra sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán snertir ekki)." Rökin fyrir þessu eru þau að flatar afskriftir yrðu of kostnaðarsamar fyrir ríkið, mikilvægt sé að viðhalda stöðugleika bankakerfisins og þá geti flatar afskriftir haft skaðleg áhrif á greiðsluvilja þjóðarinnar og viðhorf til skulda. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld muni einbeita sér að heimilum sem eru í verstri stöðu, en þau séu sem betur fer í minnihluta. AGS fagnar afléttingu á frestumn Þá segir í viljayfirlýsingunni að stofnun embættis umboðsmanns skuldara hafi verið lokaskrefið í áætlun stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimila. Nú verði lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og útskýra þau. Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði aflétt í lok október. Starfsmenn sjóðsins segjast þó hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki haldið niðri væntingum um frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til um að frekari úrræði verði ekki í boði, sérstaklega í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar. Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11 AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18 Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08 AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar segir að áhersla verði lögð á að einfalda þau úrræði sem þegar séu til staðar og gera þau skilvirkari. Í viljayfirlýsingunni segir orðrétt: „Við erum staðráðin í að einfalda skuldaleiðréttingarferlið en höfum útilokað almenna leiðréttingu skulda (t.d. leiðréttingu á skuldum þeirra sem dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán snertir ekki)." Rökin fyrir þessu eru þau að flatar afskriftir yrðu of kostnaðarsamar fyrir ríkið, mikilvægt sé að viðhalda stöðugleika bankakerfisins og þá geti flatar afskriftir haft skaðleg áhrif á greiðsluvilja þjóðarinnar og viðhorf til skulda. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld muni einbeita sér að heimilum sem eru í verstri stöðu, en þau séu sem betur fer í minnihluta. AGS fagnar afléttingu á frestumn Þá segir í viljayfirlýsingunni að stofnun embættis umboðsmanns skuldara hafi verið lokaskrefið í áætlun stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimila. Nú verði lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og útskýra þau. Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði aflétt í lok október. Starfsmenn sjóðsins segjast þó hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki haldið niðri væntingum um frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til um að frekari úrræði verði ekki í boði, sérstaklega í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11 AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18 Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08 AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Íbúðalánasjóður þarf tugi milljarða Ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til á bilinu 30 til 45 milljarða í lok ársins. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar AGS. Þar segir að bráðabirgðamat sérfræðinga sýni að Íbúðalánasjóður þurfi framlag upp á 2 til 3% af landsframleiðslu til að eigið fé sjóðsins haldist yfir lágmarkskröfum. 4. október 2010 15:11
AGS: Gengisdómar kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða Ríkið þarf væntanlega að leggja bönkunum til yfir 20 milljarða króna vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í skýrslunni segir að bankarnir hafi ekki búist við að gengistryggð lán yrðu dæmd ólögmæt í Hæstarétti. 4. október 2010 15:18
Icesave samkomulag í sjónmáli Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að viðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave deilunnar hafi verið árangusríkar á síðustu vikum og stefni allt í að samkomulag náist í málinu. Viðræðurnar snúist um á hvaða kjörum endurgreiðsla til breska og hollenska ríkisins vegna lágmarkstryggingar á Icesave innistæðum fari fram. 4. október 2010 15:08
AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. 4. október 2010 15:00