Viðskipti innlent

Fjármálagerningar Bakkavarar á athugunarlista

Kauphöllin vill ítreka athugunarlistamerkingu fjármálagerninga Bakkavarar Group hf. fyrir fjárfestum, vegna umtalsverðrar óvissu varðandi félagið og verðmyndun fjármálagerninga þess.

Í tilkynningu segir að í þessu sambandi vill Kauphöllin vekja athygli á tilkynningu frá félaginu þann 18. janúar 2010. Eins og fram kemur í fréttum hér á síðunni mun Bakkavör leita eftir heimild til nauðasamings við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×