Viðskipti innlent

Áætla 300 milljón afgang af rekstri Hafnarfjarðar

Höfuðáhersla er lögð á að standa við félagslegar og fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins," segir Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri.
Höfuðáhersla er lögð á að standa við félagslegar og fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins," segir Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 er áætluð jákvæð um 306 milljónir kr. og rekstrarniðurstaða A hlutans um 13 milljónir kr. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2011 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2012-2014 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í dag.

Í tilkynningu segir að heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 43,8 milljarðar kr. í árslok 2010. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 35 milljarðar kr. og eigið fé er 8,7 milljarðar kr.

Verðmæti lóða að fjárhæð 10 milljarða kr. eru ekki í bókum bæjarins en verðmæti þeirra vega á móti langtímalánum bæjarins og lækka þar með áhættuna sem felst í skuldsetningunni.

Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1 milljarður kr. og samantekið fyrir A og B hluta 1,6 milljarðar kr. sem er um 12% af heildartekjum.

„Fjárhagsáætlunin sem lögð var fram í dag er niðurstaða sameiginlegrar vinnu starfsmanna, stjórnmálamanna og íbúanna í bænum. Höfuðáhersla er lögð á að standa við félagslegar og fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins," segir Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri.

Útkomuspá fyrir árið 2010 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hlutans verði jákvæð um 1.467 milljónir kr. þar af A hluta um liðlega 1 milljarð en á árinu 2009 var niðurstaða í A og B hluta neikvæð um 1.513 milljónir kr. Frá árslokum 2009 hafa heildarskuldir bæjarins lækkað úr 41,7 milljörðum kr. í 36 milljarða kr. eða um 5,7 milljarða kr. vegna niðurgreiðslu skulda og hagstæðs gengis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×