Viðskipti innlent

Reikna með að fiskeldi muni tvöfaldast á Íslandi

Sérfræðingar Íslandsbanka reikna með því að fiskeldi á landinu muni tvöfaldast frá því sem nú er, í náinni framtíð.

Bankinn telur að Bandaríkjamarkaður verði sá mikilvægasti fyrir afurðir frá íslenskum fiskeldisstöðvum og þá einkum einkum bleikju.

Útflutningur á eldisfiski frá Íslandi til Bandaríkjanna náði hámarki í 39 milljónum dollurum eða tæplega fimm milljörðum króna hér á árum áður og samkvæmt skýrslunni er ekki langt í að sá toppur náist að nýju .

Vefsíðan Fishupdate fjallar um málið og þar segir að innan næstu fimm ára verði framleiðsla á eldisfiski á Íslandi komin yfir 10.000 tonn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×