Dallas Mavericks er á mikilli siglingu þessa dagana og í nótt vann liðið sinn ellefta leik í röð er það skellti Chicago Bulls. Þetta var fjórði tapleikur Bulls í röð.
Dirk Nowitzki skoraði 27 stig í leiknum fyrir Dallas og þar af komu 13 í síðasta leikhluta. Caron Butler og nýliðinn Rodrigue Beaubois skoruðu báðir 24 stig fyrir Dallas.
Derrick Rose var allt í öllu hjá Bulls og skoraði 34 stig. Hitti úr 15 af 22 skotum sínum utan af velli. Hann gaf enn fremur 8 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Charlotte-Golden State 101-90
Miami-Atlanta 100-94
NY Knicks-NJ Nets 93-113
Chicago-Dallas 116-122
Memphis-San Antonio 92-102
Minnesota-Houston 98-112
Milwaukee-Cleveland 92-85
Phoenix-Indiana 113-105
Utah-LA Clippers 107-85