Sport

Tevez mun ekki fara í verkfall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með City.
Carlos Tevez í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að skjólstæðingur sinn muni fara í verkfall hjá Manchester City.

Tevez óskaði eftir því um helgina að hann yrði settur á sölulista hjá félaginu og ítrakaði Joorabchian að hann vildi fara frá Manchester City.

„En ég vil ítreka að aldrei hefur komið fram að Carlos ætli ekki að æfa eða að spila. Það er því ekkert til í þessum orðrómum," sagði Joorabchian við enska fjölmiðla.

„Hann mun spila ef hann verður valinn til þess og mun gefa allt sitt í leikinn. Honum finnst það mikilvægt enda leggur hann sig ávallt 100 prósent fram."

Joorabchian sagði einnig að það væri eðlilegt að Tevez fari ekki frá City nema að verða seldur þaðan og að reiði stuðningsmanna félagsins væri skiljanleg.

„Þeir vita ekki hvernig Carlos hefur liðið undanfarna sex mánuði og skilja ekki ákvörðun hans. En hann er afar viljasterkur. Hann tók álíka ákvörðun hjá United á sínum tíma og er að gera slíkt hið sama nú."

„Málið snýst ekki um núna til hvaða félags hann fer næst. Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×