Lífið

Láta pússa sig saman í Indlandi

Katy og Russel. Katy gerði allt vitlaust á síðasta ári með laginu I Kissed a Girl. Mynd/AFP
Katy og Russel. Katy gerði allt vitlaust á síðasta ári með laginu I Kissed a Girl. Mynd/AFP
Turtildúfurnar Katy Perry og Russel Brand ætla að láta pússa sig saman í Indlandi í lok þessa árs. Söngkonan Rihanna, sem er vinkona Katy, greindi frá þessu í útvarpsviðtali hjá Ryan Seacrest, þáttastjórnanda American Idol, í fyrradag.

Russel bað Katy á Indlandi í janúar og síðan þá hafa þau ekki getað hugsað um annað en brúðkaupið, að sögn heimildarmanns The Sun.

Meðal gesta í brúðkaupinu verða David Walliams úr sjónvarpsþáttunum Little Britain, spjallþáttastjórnandinn Jonathan Ross, Noel Gallager í Oasis og söngkonan unga Taylor Swift.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.