Erlent

Tíu ára stúlka finnst á lífi í rústum

Imma Mauriello þegar henni var bjargað í dag.
Imma Mauriello þegar henni var bjargað í dag. Mynd/AFP
Tíu ára stúlka fannst á lífi eftir að blokk hrundi til grunna í bænum Afragola, nálægt Napolí, í Suður-Ítalíu. Húsið hrundi síðustu nótt og létust þrír.

Björgunarmenn fögnuðu ákaft þegar að stúlkan, Imma Mauriello, kom upp á yfirborðið í brakinu, aðeins nokkrum klukkutíma frá því að slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn náðu sambandi við hana.

Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna blokkin hrundi. Ein hinna látnu er amma Immu Maruiello. Samkvæmt vef fréttastofunnar ANSA eru hin tvö sem létust

par sem lá enn í rúmum sínum þegar þau fundust látin.

Yfirvöld hafa hafið rannsókn á því hvers vegna byggingin hrundi en leit stendur enn yfir hvort að fleiri séu fastir undir rústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×