Umfjöllun: KR-stúlkur meistarar eftir sigur í oddaleik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 20:58 KR-konur eru Íslandsmeistarar. Mynd/Vilhelm KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira