Innlent

Svifdrekaflugmaður kominn á spítala

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan kortér yfir eitt með svifdrekaflugmann sem brotlenti í Spákonufelli fyrir ofan Skagaströnd fyrir hádegið. Vel gekk að komast að manninum en þyrlan gat lent í nálægð við slysstaðinn.

Björgunarsveitarmenn höfðu þegar komist að manninum og gátu hlúð að honum þar til þyrlan lenti. Hann var með meðvitund allan tímann og hringdi sjálfur á neyðarlínuna eftir brotlendinguna. Flugmaðurinn hlaut opið beinbrot á vinstri ökkla og er nú á Landspítalanum í Fossvogi þar sem hann nýtur aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×