Innlent

Földu lyf og efni í bifreið

Litla-Hraun. Smygltilraunin mistókst.
Litla-Hraun. Smygltilraunin mistókst.

Lögreglan á Selfossi handtók tvo karlmenn og eina konu síðastliðinn föstudag vegna gruns um tilraun til að smygla lyfjum og öðrum efnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Aðferðin fólst í því að fela efnin í bifreið sem annar karlmannanna hafði ætlað að láta bóna og þrífa á Litla-Hrauni.

Hann fékk svo hinn karlmanninn til að fara með bifreiðina og sækja hana. Sá hafði ekki vitneskju um smyglið. Konan er sambýliskona þess sem stóð fyrir smyglinu og var með honum í för þegar hann var handtekinn.

Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa staðið einn að þessu. Fangaverðir á Litla-Hrauni fundu efnin í bifreiðinni.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×