Viðskipti innlent

Ríkinu stefnt vegna rækju

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur legið undir ámæli vegna ákvörðunar sinnar um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur legið undir ámæli vegna ákvörðunar sinnar um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar.

Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hf. á Siglufirði hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að gefa ekki út heildarafla sem veiða má af úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010 til 2011. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og mun fá flýtimeðferð.

Hafrannsóknastofnunin lagði til að heildarafli sem veiða mætti af úthafsrækju yrði sjö þúsund tonn á fiskveiðiárinu. Ráðherra ákvað hins vegar að rækjuveiðar yrðu gefnar frjálsar með reglugerð í júlí síðastliðnum en ákvörðunin var til eins árs.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×