Viðskipti innlent

Seðlabankinn gerir nýtt áhættumat vegna Icesave

Seðlabankinn mun gera nýtt áhættumat vegna Icesave samningsins sem nú er í burðarliðnum. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi þar sem fjallað er um vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar.

Már segir að um leið og nýr Icesave samningur verði kynntur Alþingi muni Seðlabankinn leggja fram áhættumat og umsögn um samningin og áhrif hans á ríkissjóð.

Fram kom í máli Más að slíkt áhættumat hafði verið gert við síðasta Icesave samning en nú væri vitað að hinn nýi samningur væri mun hagstæðari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×