Viðskipti innlent

Fækkar um 17% milli ára

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 16,7 prósent milli síðasta árs og ársins 2008. Alls fóru tæplega 1,7 milljónir ferðamanna um völlinn á nýliðnu ári, um 4.500 á dag, samanborið við um 5.500 árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu.

Fækkun var alla mánuði ársins að desember undanskildum, þegar farþegafjöldinn hélst hér um bil í stað milli ára. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu farþega hjá Ferðamálastofu eftir þjóðerni enn sem komið er.- bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×