Handbolti

Góður sigur hjá Aroni og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Mynd/Valli
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Hannover-Burgdorf unnu í dag góðan sigur á Lübbecke, 29-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir liðið, Vignir Svavarsson þrjú og Hannes Jón Jónsson tvö.

Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá Lübbecke að þessu sinni.

Hannover-Burgdorf náði að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik eftir að hafa verið undir eftir þann fyrri, 14-12.

Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark en Árni Þór Sigtryggsson ekkert þegar að DHC Rheinland tapaði fyrir Magdeburg, 34-24.

Sverre Andreas Jakobsson var á sínum stað í vörn Grosswallstadt sem vann Balingen, 27-23.

Rhein-Neckar Löwen vann Friesenheim, 30-26. Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen, Ólafur Stefánsson tvö og Guðjón Valur Sigurðsson tvö.

Ahlen-Hamm og Melsungen gerðu jafntefli, 33-33. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir fyrrnefnda liðið.

Rhein-Neckar Löwen fór upp í þriðja sætið með sigrinum í dag, Grosswallstadt er í níunda sæti, Lübbecke í ellefta, Ahlen-Hamm í fimmtánda, Hannover-Burgdorf í sextánda og Rheinland botnsæti deildarinnar, því átjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×