Erlent

Ísraelsk herþyrla fórst í Rúmeníu

Óli Tynes skrifar
Ísraelska þyrlan var af gerðinni Sea Stallion.
Ísraelska þyrlan var af gerðinni Sea Stallion.
Sjö menn létu lífið þegar ísraelsk herþyrla flaug á fjall í Rúmeníu í gær. Sex mannanna voru ísraelskir en sá sjöundi rúmenskur.

Þyrlan var önnur af tveimur sem tóku þátt í heræfingum með rúmenska flughernum. Ísraelar hafa æft með Rúmenum síðan árið 2004.

Ísraelar æfa með herjum allnokkurra Evrópuþjóða og auk þess Bandaríkjanna. Nokkur akkur þykir í samvinnu við þá þar sem fáar þjóðir hafa meiri bardagareynslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×