Viðskipti innlent

Már: Eitthvað svigrúm til frekari vaxtalækkunnar

Peningastefnunefnd telur enn að eitthvað svigrúm sé til staðar á frekari vaxtalækkun svo framarlega sem gengið haldist stöðugt og verðbólga sé áfram lítil.

Þetta kom fram í máli Más Guðmundsson seðlabankastjóra þegar hann kynnti ákvörðun Peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um eitt prósentustig.

Már segir að verðbólgan minnkaði áfram í nóvember og hefur 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans verið náð.

Hinsvegar er slakinn í efnahagslífinu meiri en spár gerðu ráð fyrir. Már segir að efnahagsbatinn sé hafinn en að hann er veikari en Seðlabankinn gerði ráð fyrir. Þar er Már væntanlega að vísa í nýja mælingu Hagstofunnar um 1,2% hagvöxt milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×